Please, add your first item to the wishlist

Please, add your first item to the wishlist

Tvenna Frozen II

2.995 kr.

Dobble: Frozen II

Tvenna Frozen II inniheldur 30 spjöld með ýmsum myndum af persónum og hlutum úr teiknimyndinni Frozen II.

Markmið spilsins er að vera fyrst/ur að finna táknið sem er eins á tveimur hringlaga spjöldum. Táknin geta verið misstór og staðsett á ólíkum stöðum á spjöldunum sem gerir það erfitt fyrir vik að koma augu á þau. Hvert spjald er einstakt og hefur aðeins eitt tákn sem er sameiginlegt með öllum öðrum spjöldum í stokknum.
Með stokknum er hægt að spila fimm útgáfur af spilinu, þ.e. hröðum örspilum, þar sem allir leikmenn spila samtímis. Hægt er að spila örspilin í fyrirfram ákveðinni röð, á handahófskenndan hátt, eða sama spilið er spilað aftur og aftur. Aðalatriðið er að allir skemmti sér!

Hægt er að spila nokkrar útgáfur af spilinu en hraði, eftirtektarsemi, snerpa er aðalatriðið í þeim öllum.

Tvenna kemur í fyrirferðalitlu boxi út tini og því tilvalið ferðaspil sem lítið mál að taka það með sér hvert sem er! Vitaskuld fylgja íslenskar leikreglur stokknum.

Ekki frjósa ef þú finnur táknið sem er eins á tveimur spjöldum, láttu heyra í þér!

Availability: In stock

Verslun – Skemmuvegur 6

Netverslun

Vörunúmer 49-10506 Vöruflokkar , , Tögg , ,

Deila

Fjöldi leikmanna: 2-8
Leiktími: 5-10 mín
Aldur: 4+
Útgefandi: Asmodée
Innihald:
– 30 spil
– Íslenskar leikreglur
– Selst í handhægri tinöskju

Vörumerki

Asmodee

Skráning á biðlista Ef þú skráir þig á biðlistann þá færðu sjálfkrafa tölvupóst frá okkur um leið og varan er komin aftur á lager.