SKILAREGLUR

  • Við vöruskil þarf að framvísa kassakvittun nema varan sé með skiptimiða.
  • Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi, þ.e. umbúðir og vara óskemmd, fylgihlutir og leiðbeiningar séu með vörunni ef um slíkt er að ræða.
  • Skilafrestur er almennt tveir mánuður frá kaupum nema um annað sé samið.
  • Sé vöru skilað innan 14 daga frá því að hún var keypt fæst varan endurgreidd samkvæmt söluverði kassakvittunar.
  • Ef meira en 14 dagar eru liðnir frá vörukaupum þegar vöru er skilað er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluverði kassakvittunar.
  • Vöruskil á vörum sem keyptar eru í gegnum viðskiptareikning eru kreditfærð á viðkomandi viðskiptareikning.
  • Inneignarnóta gildir í fjögur ár frá útgáfudegi.
  • Sé um vörugalla að ræða fær viðskiptavinur nýja vöru, innleggsnótu eða endurgreiðslu. Hafi viðskiptavinur ekki kassakvittun né skiptimiða en viðkomandi vara er greinilega keypt í Margt & Mikið og enn til sölu í versluninni getur viðskiptavinur fengið nýja vöru eða inneignarnótu. Liggi kassakvittun ekki fyrir skal upphæð inneignarnótu vera það verð sem gildir í versluninni þann dag sem skil eiga sér stað.
  • Útsöluvörum er ekki hægt að skila né skipta nema í aðrar útsöluvörur.
  • Almennar skilareglur eiga einnig við um vörur keyptar í vefverslun. Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður greiðist af kaupanda nema um vörugalla sé að ræða.