Meginupplýsingar
Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru á vefversluninni www.margtogmikid.is
Skilmálinn er staðfestur með staðfestingu á kaupum.
Um neytendakaup þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Skilgreining
Seljandi er Margt og mikið/Elísabet Sigurðardóttir, kennitala: 010455-2949

Pantanir
Pantanir eru afgreiddar um leið og greiðsla hefur borist eða næsta virka dag. Sé vara ekki til á lager verður haft samband við kaupanda og varan endurgreidd nema um annað sé samið, t.d. ef varan er væntanlega og kaupandi vill bíða.

Greiðslumöguleikar
Greiða má fyrir vörur með greiðslukorti (MasterCard/Visa) í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Til að tryggja öryggi kortanúmera fer greiðsla fram á læstri síðu frá Valitor þar sem allar upplýsingar eru dulkóðaðar.

Skilaréttur og endurgreiðsla
30 daga skilafrestur er á vörum í netverslun okkar. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og að kvittun fylgi til að fá endurgreiðslu.

Póstsendingar og afhending
Hægt er að nálgast vöruna í verslun okkar, Holtasmára 1 eða fá hana senda á uppgefið heimilisfang innanlands. Vörur eru sendar á næsta pósthús og er sendingarkostnaður mismunadi eftir vöruflokkum, að lágmarki 890 kr. Við gerum okkar besta til að afgreiða pantanir eins fljótt og kostur er, en það getur tekið allt að fimm daga.

Verð
Verð á vefsíðu er birt með fyrirvara um prentvillur. Við áskiljum okkur þann rétt að breyta verðum fyrirvaralaust. Verð eru öll með 24% virðisaukaskatti og 10 % af allri sölu renna til barnahjálparsamtakanna SPES.

Meðferð persónuupplýsinga
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára pöntun.

Hvaða upplýsingum söfnum við?
Við söfnum eingöngu þeim persónuupplýsingum sem er uppgefið á þessum vef. En bjóðum viðskiptavinum að skrá netfangið sitt á póstlista.

Hvernig notum við upplýsingarnar?
Við munum ekki afhenda, selja, leigja, lána eða með öðrum hætti framselja upplýsingar um viðskiptavini til þriðja aðila. Við áskiljum okkur rétt til þess að miðla persónuupplýsingum í því skyni að uppfylla lögmælt fyrirmæli, vernda heilindi síðunnar, vegna fyrirmæla þinna, vegna lögreglurannsókna eða rannsókna í þágu almannaöryggis.

Þjónusta og upplýsingar
Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum upplýsingum er varða kaupin á margtogmikid@margtogmikid.is til að fá upplýsingar og/eða úrlausn á málum sem kunna að koma upp.

Ábyrgðarskilmálar
Ef vara telst gölluð munum við skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að skila henni í verslunina.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.