Aldur: 14+
Leikmenn: 3-8
Leiktími: 15 mín
The Chameleon
6.590 kr.
Auðspilanlegt og bráðskemmtilegt spil, tilvalið sem upphitun fyrir spilakvöldið.
Í byrjun leiksins draga allir spjald af handahófi og aðeins einn fær Kamelljónið. Markmið leiksins er að leikmenn komist að því hver kamelljónið er. Í hverri umferð er spjald með 16 myndum sýnilegt fyrir alla og allir leikmenn eiga að skiptast á að nota eitt orð til að lýsa hlutnum á myndinni. En bara þeir sem ekki eru Kamelljón vita hvaða mynd á að gefa vísbendingu um. Kamelljónið vill ekki að neinn viti að hann sé kamelljónið og þarf því að þykjast vita hvaða orði á að lýsa og segja orð sem honum þykir líklegt að hinir fatti ekki. Þegar allir hafa gefið frá sér eitt orð er komið að því að leikmenn giski hver Kamelljónið er!
Availability: In stock