Skull á íslensku
4.990 kr.
SKULL er skemmtilegt spil sem snýst um blekkingar og áhættu. Spilið er fyrir 3-6 leikmenn 10 ára og eldri og það tekur 20-30 mín að spila. Við mælum með að skoða myndböndin hér að neðan til að glöggva sig á gangi leiksins.
Allir leikmenn fá leikmottu og fjórar skífur í samsvarandi lit (þrjár með blómi og eina með hauskúpu). Leikmenn skiptast á að leggja skífurnar á mottuna sína án þess að hinir sjái táknið þar til einhvern leikmaður veðjar (,,opens bid”) í stað þess að leggja út skífu. Ef leikmaður veðjar, á hann að segja hvað hann heldur að hann geti snúið við mörgum skífum af leikmannamottunum án þess að fá hauskúpu. Hinir leikmennirinir geta síðan yfirboðið hann með því að segja að þeir geti snúið við fleiri skífum. Sá sem býður hæðst á síðan að snúa við eins mörgum skífum og hann veðjaði á að hann gæti og byrjar á sínum skífum. Ef hann snýr bara við rósum vinnur hann, en ef hann snýr við hauskúpu tapar hann. Sá leikmaður sem sigrar tvær umferðir eða stendur eftir þegar allir leikmenn eru úr leik sigrar.
Spilið hefur hlotið fjölda mörg verðlaun og góða dóma.
Availability: In stock
Verslun – Skemmuvegur 6
Netverslun