Please, add your first item to the wishlist

Please, add your first item to the wishlist

My City

7.990 kr.

Skemmtilegur kænsku-og skipulagsleikur frá Thames & Kosmos fyrir 2-4 leikmenn, 10 ára og eldri. Eftir langa ferð eruð þið loks komin til nýja heimsins. Þið byrjið strax að skipuleggja og byggja borg. En viti menn, gull hefur fundist í jörðu! Gullæðinu fylgir mikil samkeppni og fyrr en varir er iðnbyltingin hafin. Verksmiðjur hefja starfsemi og krefjast mikillar notkunar á auðlindum. Námugröftur gefur af sér þegar borað er langt inn í fjöllin og loks komast lestarsamgöngur á skrið. Velmegun ykkar eykst eftir því sem þið skipuleggið samgönguleiðir og viðskiptasambönd.

My City er svokallað arfleifðarspil. Það þýðir að spilið breytist og þróast í hvert sinn sem það er spilað. Hver leikmaður fær sitt eigið leikborð sem tekur breytingum í hverjum þætti (þ.e. við hverja spilun). Val og ákvarðanir leikmanns í einum þætti hafa áhrif á næsta þátt, svo úr verður afar einstaklingsmiður spilaupplifun. Þrír þættir mynda kafla. Fyrir hvern kafla er lokað umslag þar sem má finna allar reglur og hluti sem þarf í þann kafla. Í leiknum eru átta kaflar.

Svo í gegnum 24 heillandi þætti, munuð þið upplifa uppgang og sögu borgarinnar frá upphafi til iðnbyltingar!

Inniheldur einnig útgáfu sem hægt er að spila aftur og aftur þegar búið er að spila arfleifðarútgáfuna.

Availability: In stock

Verslun – Skemmuvegur 6

Netverslun

Vörunúmer 91-691486 Vöruflokkar ,

Deila

Fjöldi leikmanna: 2-4
Leiktími: 30 mín
Aldur: 10+
Vörunúmer: 691486
Hönnuður: Reiner Knizia
Listamaður: Michael Menzel
Útgefandi: Thames & Kosmos
Innihald:
• 4 tvíhliða leikborð
• 96 form
• 24 byggingarspil
• 4 stigamerki
• 8 umslög með óvæntum ‚glaðningum‘
• Leikreglur
Weight3 kg

Vörumerki

Thames & Kosmos

Skráning á biðlista Ef þú skráir þig á biðlistann þá færðu sjálfkrafa tölvupóst frá okkur um leið og varan er komin aftur á lager.