Please, add your first item to the wishlist

Please, add your first item to the wishlist

Magic Throne of Eldraine Planswalker D

3.790 kr.

Velkomin til Eldraine – land upp úr sögubókum þar sem finna má kastala og seiðpotta og göfugir riddarar og hættulegt huldufólk ræður ríkjum. En ekki er allt sem sýnist í þessum heimi þar sem óhugnanlegar verur dvelja í skugganum. Sameina þarf hina ýmsu hirðflokka í epískri ævintýraför til að berjast fyrir heiðri og vegsemd, eða feta skuggalegri leiðir um hinar villtu óbyggðir. Hvor leiðin verður valin?

Inniheldur 2 Planeswalker stokka sem eru tilvaldir fyrir þá sem eru að byrja að spila Magic The Gathering, ásamt leiðarvísum og booster pökkum. Hægt er að velja um stokka með mismunandi persónum í forgrunni: eldgaldrakonuna Rowan (gult+ rautt) eða bragðarefinn Oko (blátt+grænt).

Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.

Availability: In stock

Verslun – Skemmuvegur 6

Netverslun

Vörunúmer 34-6139 Vöruflokkur Tögg , ,

Deila

Fjöldi leikmanna: 2
Aldur: 13+
Innihald:
• 60 spila stokkur
• 2 booster pakkar
• 2 yfirlitsspil
• kóði fyrir MTG Arena (spilun á netinu)
• Spilabox

Vörumerki

Wizards of the Coast

Skráning á biðlista Ef þú skráir þig á biðlistann þá færðu sjálfkrafa tölvupóst frá okkur um leið og varan er komin aftur á lager.