Please, add your first item to the wishlist

Please, add your first item to the wishlist

Keyflower

12.995 kr.

Spennandi og skemmtilegt spil frá Huch! Fyrir 2-6 leikmenn, 13 ára og eldri. Spilað er í 4 umferðum en hver umferð táknar árstíð. Leikmenn reyna að byggja upp og fjölga í þorpum sínum til að fá sigurstig. Hver leikmaður byrjar með eina heimaflís og 8 vinnuhjú í mismunandi litum sem notaðir eru til að bjóða upp í fleiri heimaflísar til að stækka jörðina. Einnig eru vinnuhjúin notuð til að búa til verðmæti. Á þremur fyrstu árstíðunum koma vinnuhjú með skipum eins og Keyflower og færa með sér iðn og þekkingu til að vinna úr auðlindum og þorpsflísar eru settar á uppboð af handahófi. Á veturnar kemur enginn með skipunum og leikmenn velja þorpsflísar fyrir uppboðið úr þeim sem þeir fengu í upphafi leiks. Fyrir hverja vetrarþorpsflís fást möguleg sigurstig fyrir ákveðnar samsetningar auðlinda, mannauðs og vinnufólks og sá sem á flest sigurstig í lokin sigrar. Stórskemmtilegt spil sem reynir kænsku, skipulag og dirfsku og breytist við hverja spilun.

Availability: In stock

Verslun – Skemmuvegur 6

Netverslun

Vörunúmer 85-400166 Vöruflokkar ,

Deila

Fjöldi leikmanna: 2-6
Leiktími: 90 mín
Aldur: 13+
Hönnuðir: 

  • Richard Breese
  • Sebastian Bleasdale
Listamaður: Juliet Breese
Útgefandi: Huch!
Innihald:
-64 sexhyrndar flísar (4 umferðarflísar, 6 bátsflísar, 6 heimflísar, 48 þorpsflísar)
-48 vinnuskífur
-120 auðlindamerki úr tré
-140 vinnumenn
-1 merki fyrsta leikmanns
-6 hús
-Taupoki
-12 plastpokar
-Leikreglur

Vörumerki

Huch!

Skráning á biðlista Ef þú skráir þig á biðlistann þá færðu sjálfkrafa tölvupóst frá okkur um leið og varan er komin aftur á lager.