Please, add your first item to the wishlist

Please, add your first item to the wishlist

Jólapúsl – Hljómsveit á skautum 500 bita

2.490 kr.

Virkilega fallegt og hátíðlegt 500 bita púsl með myndum af íslensku jólasveinunum.

Íslenska þjóðin er svo heppin að eiga 13 jólasveina. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú eru um að ræða syni tröllanna Grýlu og Leppalúða en þessi stóra fjölskylda býr ásamt jólakettinum í stórum helli. 13 dögum fyrir jól fer fyrsti jólasveinninn til byggða og síðan einn á dag. Áður fyrr voru jólasveinarnir hrekkjóttir og þjófóttir en í dag lauma þeir helst litlum gjöfum í skóinn hjá stilltum börnum þá nótt sem þeir koma til byggða.

Íslensku jólasveinarnir eru Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.

Listamaðurinn Brian Pilkington er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Brian hefur skrifað og myndskreytt fjölmargar barnabækur og á síðari árum hafa bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll vakið verðskuldaða athygli innan og utan landsteinana.

Þetta púsl er einnig til í 1000 bita útgáfu.

Púslið er það sjöunda í seríunni um íslensku jólasveinanna.

Availability: In stock

Verslun – Skemmuvegur 6

Netverslun

Vörunúmer 47-0551 Vöruflokkar , , Tögg , ,

Deila

Aldur: 10+
Fjöldi Púslbita: 500
Stærð: 48,5 x 34,5 sm
Listamaður púsls: Brian Pilkington
Weight3 kg

Vörumerki

Nordic Games

Skráning á biðlista Ef þú skráir þig á biðlistann þá færðu sjálfkrafa tölvupóst frá okkur um leið og varan er komin aftur á lager.