Íslensku tröllin 500 bitar
2.490 kr.
Ævintýralegt 500 bita púsl með mynd af tröllamóður með börnin sín í fallegu íslensku sumarlandslagi.
Tröll eru áberandi í íslenskri þjóðtrú. Víða á Íslandi er að finna klettadranga sem eru sagðir vera steinrunnin tröll sem komust ekki í skjól fyrir sólarupprás. Ýmist eru þetta stök tröll á stangli, ástfangin tröllapör eða jafnvel heilar tröllafjölskyldur. Í eldri þjóðsögum er tröllin oftast uppmáluð sem meinfýsnir og skapillir sauðaþjófar sem éta óþekk börn. En batnandi tröllum er best að lifa og nú til dags eru þau almennt talin vera feimnar og hæglátar verur, lifandi í sátt og samlyndi við náttúruna.
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.
Availability: In stock
Verslun – Skemmuvegur 6
Netverslun