Please, add your first item to the wishlist

Please, add your first item to the wishlist

Helgi skoðar heiminn

1.995 kr.

Helgi skoðar heiminn er hugljúf barnabók um hringferð lítils drengs um veröld sem er full af lífi. Bókin hefur notið mikillar hylli síðan hún kom fyrst út fyrir 38 árum og löngu unnið sér sess meðal sígildra íslenskra barnabóka.

Heimurinn er stór. Hann er stærri en allt túnið. Hann er svo stór að það tekur næstum heilan dag að skoða hann allan. Í dag ætlar Helgi litli og bestu vinir hans, hundurinn Kátur og hryssan Fluga, að skoða allan heiminn í fyrsta sinn.

Á ferðalaginu verður margt á vegi þeirra, margs er að gæta og margt að varast. Alls staðar er líf – fuglar, fiskar og dýr. Gamlar sögur eru á kreiki og furðuverur í hrauninu. Og Helgi lærir að hann á þennan stóra heim ekki einn, hann þarf að taka tillit til alls sem lifir og er.

Samstarf þeirra Njarðar P. Njarðvík rithöfundar og Halldórs Péturssonar myndlistarmanns, ástsælasta teiknara þjóðarinnar um langt skeið, gat af sér þessa fallegu bók þar sem saman tvinnast í eina heild falleg saga og listavel gerðar myndir.

Availability: In stock

Verslun – Skemmuvegur 6

Netverslun

Vörunúmer 61-101 Vöruflokkar , Tagg

Deila

Vörumerki

NB Forlag

Skráning á biðlista Ef þú skráir þig á biðlistann þá færðu sjálfkrafa tölvupóst frá okkur um leið og varan er komin aftur á lager.