Please, add your first item to the wishlist

Please, add your first item to the wishlist

Genetics and DNA Lab

7.995 kr.

Erfðafræði- og erfðaefnistilraunir

Veglegt vísindasett frá Thames & Kosmos fyrir börn, 10 ára og eldri, til að læra um erfðafræði og erfðaefni. Með settinu er hægt að læra um þá undirgrein líffræði sem fjallar um erfðir og breytur í lífverum, og DNA (deoxýríbósakjarnasýrur) sem eru eins og hönnunarteikningar af því sem myndar líf. Hægt er að sjá erfðaefnin með eigin augum með því að einangra DNA úr tómat í tilraunaglasi og kanna erfðir og hvernig eiginleikar erfast á milli kynslóða. Einnig má fræðast um ráðagen og hvarfagen og hvernig arfgeng einkenni koma fram. Fjallað er um líffræði æxlunar, samsetningu fruma og hvernig litningar sameinast. Með settinu má byggja módel af DNA, sjá hvernig það er notað til að leysa glæpi, rækta bakteríur, læra um klónun og margt margt fleira!

Availability: In stock

Verslun – Skemmuvegur 6

Netverslun

Vörunúmer 92-1618449 Vöruflokkar , Tögg , , , , ,

Deila

Aldur: 10+
Útgefandi: Thames & Kosmos
Innihald:
-Plastflaska
-2 tilraunaglös
-Trekt
-10 pappírsfilterar
-Dropateljari
-Mæliglas
-Tréprjónn
-12 plastflísar
-Erfðatafla
-Skýringarmynd af frumu
-Litningapúsl
-DNA módel
-2 petrískálar
-Bakteríufóður (LB nutrient agar)
-Plastspaði
-Statíf fyrir tilraunaglös
-Leiðbeiningar

Vörumerki

Thames & Kosmos

Tengdar vörur

4.590 kr.
1 user has this item in wishlist
6.995 kr.
1 user has this item in wishlist
2.395 kr.
2 users have this item in wishlist
2.395 kr.
1 user has this item in wishlist
Skráning á biðlista Ef þú skráir þig á biðlistann þá færðu sjálfkrafa tölvupóst frá okkur um leið og varan er komin aftur á lager.