Dauðamenn
2.250 kr.
10. apríl 1656 voru tveir feðgar brenndir á báli í Skutulsfirði. Var þeim gefið að sök að hafa ofsótt sóknarprest sinn með göldrum og valdið honum sárum þjáningum, andlegum og líkamlegum. Að dóminum og aftökunni stóðu tveir sýslumenn, Magnús Magnússon á Eyri í Seyðisfirði og Þorleifur Kortsson, sem hvað mest hefur komið við sögu íslenskra galdraofsókna.
Um þessa atburði ritaði presturinn séra Jón Magnússon píslarsögu sína þar sem hann leitaðist við að réttlæta gerðir sínar. Sú bók er varnarrit og birtir einungis sjónarmið prestsins. Í skáldsögunni Dauðamenn hefur Njörður P. Njarðvík endurskapað sögu feðganna, sem brenndir voru, í dramatískri og spennandi frásögn.
Dauðamenn kemur hér út í 2. útgáfu, en fyrri útgáfa kom út 1982. Bókin hefur verið þýdd á finnsku, sænsku, þýsku og eistnesku.
Availability: In stock