Please, add your first item to the wishlist

Please, add your first item to the wishlist

Hugarfrelsi

3.750 kr.

Handbók fyrir uppalendur til að hjálpa börnum og unglingum að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í bókinni er lögð áhersla á góða og djúpa öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu en allt eru þetta aðferðir sem hafa reynst börnum og unglingum vel. Með aðferðunum verður einbeiting þeirra meiri, vellíðan eykst, jákvæð hugsun verður oftar fyrir valinu og sjálfsmyndin eflist.

Í hverjum kafla bókarinnar er fróðleikur fyrir uppalendur, verkefni fyrir börn og unglinga og hugleiðslusögur sem leiða inn í ævintýraheim þar sem ímyndunaraflið er virkjað.

Höfundar bókarinnar, Hrafnhildur Sigurðardóttir grunnskólakennari og Unnur Arna Jónsdóttir viðskiptafræðingur, eru báðar margra barna mæður og hafa áralanga reynslu af barnauppeldi, kennslu og námskeiðahaldi.

Undir nafninu Hugarfrelsi hafa þær gefið út fjölbreytt efni til að bæta andlega og líkamlega líðan. Þær hafa einnig staðið fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir börn og fullorðna þar sem áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, öndun, slökun og hugleiðslu.

Out of stock

1 user has this item in wishlist

Verslun – Skemmuvegur 6

Netverslun

Vörunúmer 14-301 Vöruflokkar , Tagg

Deila

Vörumerki

NB Forlag

Skráning á biðlista Ef þú skráir þig á biðlistann þá færðu sjálfkrafa tölvupóst frá okkur um leið og varan er komin aftur á lager.