Weight | 4 kg |
---|
Akureyri 150 ára – 1500 bitar
1.990 kr.
Skemmtilegt 1500 bita púsl með flottri myndskreytingu frá 150 ára afmæli Akureyrarbæjar eftir Brian Pilkington.
Akureyri er afskaplega aðlaðandi bær sem stendur við botn Eyjafjarðar við Pollinn en það kallast sjórinn milli Oddeyrar og ósa Eyjafjarðarár. Á svæðið settist fyrst landnámsmaðurinn Helgi magri og Þórunn hyrna á níundu öld. Á 17. öld reistu danskir kaupmenn búðir sínar á Akureyri en áhrif Dana á bæinn voru mikil og gerðu þeir hann að einum helsta verslunarstað landsins. Því hefur Akureyri oft verið kölluð „danski bærinn“. Árið 1862 hlaut bærinn kaupstaðarréttindi.
Bærinn skartar mörgum skemmtilegum kennileitum eins og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, Nonnahús, Lystigarðurinn, Kjarnaskógur, Gamli spítalinn og Akureyrarkirkja.
Availability: In stock