Jólapúsl – Sleðaferð jólasveina 500 bita

2.490 kr.

500 bita útgáfa af fallegu og hátíðlegu púsli með mynd af íslensku jólasveinunum og fylgdarliði að renna sér á hraðferð niður fjallshlíð. Hvort sem þeir bræður eru á leiðinni til byggða stuttu fyrir jól eða einfaldlega að skemmta sér og stytta sér stundir meðan beðið er eftir næstu jólahátíð er óljóst…en eitt er víst; það er aldrei lognmolla hjá þessari litríku fjölskyldu. Púsl sem öll fjölskyldan getur sannarlega haft gaman af yfir jólahátíðina.

Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.

Á lager

Vörunúmer: 47-0553 Flokkar: , , Merkimiði:
Deila

Lýsing

Aldur: 10+
Fjöldi Púslbita: 500
Púsluð stærð: 48,5 x 34,5 sm
Listamaður púsls: Brian Pilkington

Merki

Nordic Games