Krossorðaspilið
2.190 kr.
Skemmtilegt og handhægt orðaspil.
Leikmaður kastar öllum teningunum í einu og reynir svo að búa til eins mörg orð og hægt er, lárétt eða lóðrétt, úr bókstöfunum sem eru í boði. Þegar leikmaður er búinn að fullvissa sig um að hann getur ekki sett saman fleiri orð eru stigin talin eftir hverjum staf í orðunum á borðinu. Ef einhver vafi leikur á tilurð orða skal nota orðabók til að skera úr um málið. Almennt er miðað við 1 mínútu umhugsunarfrest í hverri umferð eftir að teningum hefur verið kastað en leikmenn ákveða tímareglu sín í milli. Sá leikmaður vinnur spilið sem hefur flest stig við lok þeirra fjölda umferða sem samið var um í upphafi leiks.
Tilvalið í sumarbústaðinn eða ferðalagið!
Availability: In stock