- Mjög fljótlegt og auðvelt að breyta vagninum eftir því sem þörf er á hverju sinni. Hjólatengi og göngudekk fylgja, en hlaupa- og gönguskíðasett er selt sér.
- Diskabremsur í handfangi – veita meiri stjórn í bröttu landslagi og þegar hlaupið er.
- Hægt að lofta vel um vagninn með því að renna úr plasti á hliðargluggum og hafa einungis flugnet.
- Hallanlegt sæti, hægt að halla með annarri hendi.
- Sérstaklega þægilegt, fullbólstrað og einangrað sæti sem hægt er að fjarlægja og auðvelt að þrífa.
- Mjög góð stillanleg fjöðrun dregur úr höggum og gerir ferðina þægilegri bæði fyrir börn og foreldra
- Auðvelt að brjóta vagninn saman fyrir flutning eða geymslu.
- Gott farangursrými, hægt að smella upp fyrir aukið fótapláss þegar það er hlaupið.
- Loftrásir að framan sem auðvelt er stilla til að hámarka loftflæði, sérstaklega þegar regnplast er notað.
- Stillanlegt handfang sem auðvelt er að aðlaga að hæð foreldra þegar það er gengið/hlaupið.
- Fimm punkta öryggisbelti fyrir barnið.
- Fjöldi aukahluta fáanlegir til auka þægindi fyrir barn og foreldra.
- Afturljós fylgir með til að auka öryggi og sýnileika.
- Sólhlíf og regnplast.
- Vagninum fylgir 5 mm Quick release öxull. Ef hjólið sem draga á vagninn er ekki með quick release er hægt að fá fjölda af öxlum og tengjum svo nánast hvaða hjól sem er getur dregið vagninn – ef um 12 mm öxul er að ræða þá þarf að liggja fyrir lengd á öxlinum og grófleikinn á gengjunum. Sjá nánar í þessu SKJALI
Thule Chartiot Sport Handbók
Upplýsingar um diskabremsur
Það sem Sport hefur umfram Cross eru hliðargluggarnir, fullbólstruð sæti og diskabremsur sem gera vagninn að fullkominni hlaupakerru. Með Sport fylgir einnig lás sem læsir vagninum við hjólið á tveimur stöðum (hægt að fá sem aukahlut á Lite og Cross). Það er einnig hægt að kaupa bremsusett á Lite og Cross en það eru ekki diskabremsur.