Spennandi samvinnuspil frá Thames & Kosmos fyrir 1-4 leikmenn, 12 ára og eldri, í anda Escape Room leikjanna. Þið þrammið eftir dimmri, grjótströndinni í leit að skjóli frá storminum. Holdvot lítið þið upp og sjáið skæran geisla brjótastí gegnum regnið. Viti! En skyndilega slokknar ljósið og þegar þið horfið yfir hafið sjáíð þið skip sem stefnir beint á klettana. Þið gerið ykkur grein fyrir að það er undir ykkur komið að komast upp í vitann og kveikja ljósið aftur áður en skipir strandar. En margar undarlegar hindranir standa í vegi…